Bleika Silfurslaufan 2013

Bleika Slaufan 2013 er hönnuð af þeim Ástþór og Kjartani gullsmiðum hjá Orr.

 

Bleika Silfurslaufan 2013 er handunnin viðhafnarútgáfa Bleiku Slaufunnar, og er hún smíðuð hér á verkstæði Orr í Bankastræti 11. 

 

Bleika Silfurslaufan fæst bæði sem Silfurhálsmen á 45 cm festi og sem Silfurnæla og eru bæði úr sterlingsilfri með rauðbleikum rúbín.

 

Orr gefur alla vinnu við hönnun og smíði slaufunnar sem og allan ágóða af sölu hennar og rennur hann til Krabbameinsfélagsins.

 

Bleika Silfurslaufan er seld hér í verslun Orr í Bankastræti 11 og einnig víða um land og er listi yfir sölustaði hér neðar.

 

Einnig er hún til sölu í gegnum síma 511 6262 og í vefverslun okkar og sendum við slaufuna innanlands án endurgjalds en borga þarf fyrir flutning erlendis. Það ber að athuga að vefverslun okkar selur í Evrum ( EUR 76 = ISK 12.800 ).

 

Form slaufunnar  myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn.

Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.

 

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Á ári hverju greinast um 660 konur með krabbamein, þar af 190 með mein í brjósti. Styðjum leitina að lækningu krabbameins hjá konum og höfum bleiku slaufuna sýnilega.

 

Heimsækið krabb.is, facebook.com/bleikaslaufan eða hringið í síma 540 1900 til að fá frekari upplýsingar um

þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Gjaldfrjáls símaráðgjöf í síma 800 4040. 

 

Endilega hafið samband við okkur hjá Orr gullsmiðum í síma 511 6262 eða senda okkur línu á orr(hjá)orr.is ef einhverjar spurningar eru varðandi Bleiku Silfurslaufuna.

 

Sölustaðir bleiku slaufunnar er sem hér segir.

 

Landsbyggðin: 

Georg V Hannah, Reykjanesbæ
Gull og Hönnun ehf, Reykjanesbæ
Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi
Gullsmíði/skartgripahönnun - Fríða Jónsdóttir, Hafnarfirði
Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði
Karl R. Guðmundsson, Selfossi
Klassík ehf, Egilsstöðum
Siglósport, Siglufirði
Töff Föt, Húsavík
Úr og skartgripir - Nonni Gull, Hafnarfirði 
Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar ehf, Akureyri
Palóma Föt og skart ehf, Grindavík
Póley, Vestmannaeyjum
.
Höfuðborgarsvæðið: 

Anna María Design 
Aurum 
Carat - Haukur gullsmiður ehf
Gullkistan skrautgripaverslun
Gullkúnst Helgu 
Gull- og silfursmiðjan Erna 
G.Þ. Skartgripir og úr 
Jens skartgripaverslun
MEBA úra- og skartgripaverslun, Kringlunni
Meba - Rhodium, Smáralind
Metal design gull- og silfursmíði
Kraum
Orr Gullsmiðir
Rhodium, Kringlunni
 
Size