Laus Hálsmen hannað af Orr 2004

Posted by Ástþór Helgason on


Laus Hálsmen var hannað af Orr 2004 og hefur verið ein af vinsælustu skartgripalínunum okkar.

Laus hálsmen hefur verið sýnt víða og nú síðast var menið sýnt á alþjóðlegri skartgripasýningu í Finnlandi.

Menið var heilt ár í prófunum til að ganga úr skugga um að bæði steinninn og menið myndu þola hreyfinguna í steininum.

Menið er opið hálsmen sem er með stein sem leikur laus inni í því þó án þess að geta losnað úr meninu.

Árið 2005 var menið sett í almenna sölu hjá okkur og hefur upp frá því verið ein af vinsælustu skartgripalínunum frá Orr.

Í gegnum árin höfum við hannað hringa, lokka og armbönd í sömu línu en einnig hefur sama hugmyndafræði til dæmis ratað í módelhringi sem eru handsmíðaðir og einstakir til dæmis M81 sem sýndur var í Finnlandi og í Norrænahúsinu og er enn að ferðast um heiminn.


0 comments

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published