Orr afhendir Krabbameinsfélagi Íslands 1.5 milljónir króna fyrir sölu á bleiku silfurslaufunni

Posted by Kjartan Örn Kjartansson on

Orr Gullsmiðir eru stoltir að segja frá því að nú fyrir jólin gáfu þeir Krabbameinsfélagi Íslands 1.5 milljón króna fyrir sölu á Bleiku silfurslaufunni 2013.

 

Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartansson gáfu hönnun sína og vinnu við framleiðslu á slaufunni í ár og létu allan ágóða renna til Krabbameinsfélagssins.

 

Salan fór fram í samstarfi við fjölda annarra gullsmiða í Félagi Íslenskra gullsmiða.

0 comments

Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published