Blog

February 24, 2017

Verslun ársins 2016

Orr var valin ferðamannaverslun ársins 2016 og fékk Njarðarskjöldin afhentan við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 16. febrúar.

Njarðarskjöldurinn er hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar sem veitt eru árlega til verslunar eða verslunareigenda fyrir góða þjónustu og ferskan andblæ í ferðamannaþjónustu. Að veitingu verðlaunana standa Reykjavíkurborg, Miðborgin okkar, Félag atvinnurekenda, Kaupmannasamtök Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Global Blue á Íslandi og Tax Free Worldwide á Íslandi.

Orr rúbín hringur

Njarðarskjöldurinn - Shop of the Year 2016 - Orr

Read more...

December 22, 2013

Orr afhendir Krabbameinsfélaginu 1.5 miljón.

Orr Gullsmiðir eru stoltir að segja frá því að nú fyrir jólin gáfu þeir Krabbameinsfélagi Íslands 1.5 milljón króna fyrir sölu á Bleiku silfurslaufunni 2013.

 

Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartansson gáfu hönnun sína og vinnu við framleiðslu á slaufunni í ár og létu allan ágóða renna til Krabbameinsfélagssins.

 

Salan fór fram í samstarfi við fjölda annarra gullsmiða í Félagi Íslenskra gullsmiða.

Read more...

September 30, 2013

Bleika Slaufan 2013 er hönnuð af Orr

 

Bleika Slaufan 2013 er hönnuð af þeim Ástþór Helgasyni og Kjartani Erni Kjartanssyni gullsmiðum hjá Orr gullsmiðum.

 

Silfurslaufan 2013 er viðhafnarútgáfa Bleiku Slaufunnar og er hún smíðuð hjá Orr, á verkstæði okkar í Bankastræti 11. 

 

Silfurslaufan fæst bæði sem Silfurhálsmen og sem Silfurnæla og eru bæði úr sterling silfri með rauðbleikum rúbín.

 

Orr gefur alla vinnu við hönnun og smíði slaufunnar sem og allan ágóða af sölu hennar og rennur hann til Krabbameinsfélagsins og er Orr stolt að styrkja þettað frábæra málefni.

 

Ferlið við hönnun og smíði Silfurslaufunnar og Bleiku Slaufunnar hefur tekið um ár og við hófst sjálf smíði silfurútgáfuna fyrir um þremur mánuðum.

 

Silfurslaufan er seld hér í verslun Orr í Bankastræti 11 og einnig víða um land og er listi yfir sölustaði hér neðar.

 

Einnig er hún til sölu í gegnum síma 511 6262 og í vefverslun okkar og sendum við slaufuna innanlands án endurgjalds en borga þarf fyrir flutning erlendis. Það ber að athuga að vefverslun okkar selur í Evrum ( EUR 76 = ISK 12.800 ).

 

Form slaufunnar  myndar tákn óendanleikans sem umlykur steininn.

Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.

 

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Á ári hverju greinast um 660 konur með krabbamein, þar af 190 með mein í brjósti. Styðjum leitina að lækningu krabbameins hjá konum og höfum bleiku slaufuna sýnilega.

 

Heimsækið krabb.is, facebook.com/bleikaslaufan eða hringið í síma 540 1900 til að fá frekari upplýsingar um

þjónustu Krabbameinsfélagsins.

Gjaldfrjáls símaráðgjöf í síma 800 4040. 

 

Endilega hafið samband við okkur hjá Orr gullsmiðum í síma 511 6262 eða senda okkur línu á orr(hjá)orr.is ef einhverjar spurningar eru varðandi Bleiku Silfurslaufuna.

 

Sölustaðir Bleiku Silfurslaufunnar :

 

Höfuðborgarsvæðið:

 

Anna María Design

Aurum

Carat - Haukur gullsmiður ehf

Gullkistan skrautgripaverslun

Gullkúnst Helgu

Gull og silfur, Laugavegi

Gull- og silfursmiðjan Erna

G.Þ. Skartgripir og úr, Firði Hafnarfirði

Hún og Hún

Jens skartgripaverslun, Kringlunni

Jens skartgripaverslun, Síðumúla

MEBA úra- og skartgripaverslun, Kringlunni

Meba - Rhodium, Smáralind

Metal design gull- og silfursmíði

Kraum, Aðalstræti

Orr Gullsmiðir, Bankastræti 11

Ófeigur, Skólavörðustíg

Rhodium, Kringlunni

Úr og Gull

 

 

Landsbyggðin:

 

Georg V Hannah, Reykjanesbæ

Gull og Hönnun ehf, Reykjanesbæ

Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi

Gullsmíði/skartgripahönnun - Fríða Jónsdóttir, Hafnarfirði

Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði

Karl R. Guðmundsson, Selfossi

Klassík ehf, Egilsstöðum

Siglósport, Siglufirði

Töff Föt, Húsavík

Úr og skartgripir - Nonni Gull, Hafnarfirði

Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar ehf, Akureyri

Palóma Föt og skart ehf, Grindavík

Póley, Vestmannaeyjum

Read more...

March 13, 2013

Laus Hálsmen hannað af Orr 2004


Laus Hálsmen var hannað af Orr 2004 og hefur verið ein af vinsælustu skartgripalínunum okkar.

Laus hálsmen hefur verið sýnt víða og nú síðast var menið sýnt á alþjóðlegri skartgripasýningu í Finnlandi.

Menið var heilt ár í prófunum til að ganga úr skugga um að bæði steinninn og menið myndu þola hreyfinguna í steininum.

Menið er opið hálsmen sem er með stein sem leikur laus inni í því þó án þess að geta losnað úr meninu.

Árið 2005 var menið sett í almenna sölu hjá okkur og hefur upp frá því verið ein af vinsælustu skartgripalínunum frá Orr.

Í gegnum árin höfum við hannað hringa, lokka og armbönd í sömu línu en einnig hefur sama hugmyndafræði til dæmis ratað í módelhringi sem eru handsmíðaðir og einstakir til dæmis M81 sem sýndur var í Finnlandi og í Norrænahúsinu og er enn að ferðast um heiminn.


Read more...

November 15, 2012

"Earth and Water"

 Orr participates in "Earth and Water" - an exhibition of contemporary Icelandic-Finnish jewellery design at Hanasaari Cultural Centre as part of  Helsinki's designation as World Design Capital 2012. 

The exhibition will travel to Iceland and will be on display in the Nordic House, spring 2013.

The exhibition features five designers from Iceland and five from Finland:

Orr

Guðbjörg Ingvarsdóttir

Hildur Ýr Jónsdóttir

Hafsteinn Júlíusson

Helga Mogensen

---

Helena Lehtinen

Sari Liimatta

Eija Mustonen

Anu Peippo

Anna Rikkinen & Nelli Tanner 

"For a city of its size, Reykjavik has an incredible large number of custom jewellery studios where artists create their own collections."  ... "The exhibitions features artists representing this Icelandic tradition of custom work, such Kjartan Örn Kjartansson and Ástþór Helgason, who create unique works at Orr." -Påivi Ruutianen, exhibition curator.The M81 Ring, one of the pieces exhibited by Orr.


 

Elín Flygenring, embassador in Finland wearing Orr's Kúla Ring. Read more...

August 31, 2012

Orr í Nude Magazine

 

Silfurhringur frá Orr með stórum íslenskum ópal...

Ljósmyndari: Íris Ann

Stílisti: Sigurborg Selma


Read more...

August 18, 2012

Aldingarðurinn Orr . Orr the Green HavenBúðinni breytt í aldingarð í tilefni menningarnætur.

The store transformed into a green haven on culture night.Í tilefni menningarnætur var náttúran flutt inn í Orr og var búðin þökulögð og tré voru gróðursett...


For just one day we moved a part of nature into Orr...
Read more...

May 09, 2012

Mikil gleði þegar að við opnuðum heimasíðuna.Um Orr


Í dag opnuðum við heimasíðuna okkar www.orr.is.

Hún á að endurspegla búðina og við ætlum að hafa síðuna lifandi og skemmtilega og setja reglulega inn það sem við erum að gera.

Heimasíðan er hugsuð sem nokkurskonar framlenging á búðinni okkar.


ABOUT Orr BOUTIQUE

 

The Orr Boutique website was created to reach out to our customers and give them an insight into our work. The aim is to have our latest and most exciting items in Orr Boutique.

The Orr Boutique is an extension of Orr, our store and workshop in Reykjavik.

Most of the items in Orr Boutique are unique handmade pieces and therefore completely individual.


Read more...

April 12, 2012
February 29, 2012

Eurovision er nátturlega málið.


Rósa Birgitta Ísfeld var frábær og flottust í eurovision.

Read more...